Free songs
Merki CarX á Akureyri
sími 4624200 | email car-x@car-x.is
Car-X | Njarðarnesi 8 - 603 Akureyri

Car-X | Njarðarnesi 8 – 603 Akureyri

Við á CAR-X rekum alhliða verkstæði sem fæst við tjónaskoðun á ökutækjum fyrir tryggingafélög, sprautun á hverju sem er, viðgerðum á bílum og jeppabreytingum. Við leggjum metnað okkar í góða þjónustu og vinnum eftir gæðakerfi Bílgreinasambandsins.

Við gerum eftirfarandi kröfur til sjálfra okkar um:

  • Að framkvæma hágæða viðgerð fyrir sanngjarnt verð.
  • Að nota eingöngu bestu fáanlegu varahluti frá viðurkenndum þjónustuaðilum.
  • Að nýta til verksins bestu starfsmenn sem völ er á.
  • Að ástandskoða notaða hluti sé þess óskað.
  • Að sinna viðgerðum af ábyrgð af virðingu við viðskiptavin.
  • Að kenna góða siði til að fyrirbyggja óþarfa slit.
  • Að halda vel utan um alla pappíra, viðskiptavinum til heilla.
  • Að láta vita tímanlega verði misbrestir á samkomulagi.
  • Að umgangast ökutæki viðskiptavinar af ábyrgð.
  • Að bæta að fullu upp tjón í umsjá CAR-X sem falla undir skilmála ábyrgðartryggingar CAR-X

Aðalmarkmið fyrirtækisins er að þjónusta viðskiptavininn vel og afgreiða mál þannig að allir fari sáttir frá borði. CAR-X hefur verið í góðu samstarfi við öll tryggingafélög landsins við að þjónusta skjólstæðinga þeirra eins hratt og kostur er. Enda er svo að megin hluti starfseminnar byggist á viðgerðum fyrir skjólstæðinga tryggingafélaganna.

Hjá CAR-X eru engin verk of lítil og engin of stór, við starfsmenn CAR-X einhendum okkur í verkið af hvaða tagi sem það er og reynum eftir fremsta megni að leysa það og lítum á hvert verk sem áskorun okkur og viðskiptavinum til heilla.

Við hjá Car-X viljum það
besta fyrir viðskiptavini okkar 
og farartækin þeirra

Aftur upp

Saga Car-X

CAR-X ehf var stofnað 9 mars 2004. Að fyrirtækinu standa Sævar Sverrisson, Sigurður Halldórsson og Gísli Pálsson. CAR-X var stofnað af núverandi eigendum í kjölfar brottfalls kraftbíla úr réttinga og sprautugeiranum hér á Akureyri.  Á upphafsárunum var starfsemin hýst í Draupnisgötu en var flutt í Njarðarnes 8 á haustdögum 2010 og er þar í dag. Fyrirtækið hefur vaxið hægt og hljótt á undanförnum 10 árum með auknum umsvifum í viðgerðum og tjónaþjónustu. í upphafi voru starfandi starfsmenn 5 talsins en eru nú 16 CAR-X er og hefur verið öll sín starfsár leiðandi í þjónustu við tjónþola, hafa önnur fyrirtæki í okkar geira gripið margt gott frá okkar ferlum sem sýnir að rétt hefur verið gert.
Aftur upp
Egill Stefán Jóhannsson

Öflugur reynslubolti að austan

Daniel Willibald

Áhugasamur ötull drengur með mikla lærdóms hvatir, ættaður af þýskri grundu

Arnars Tilvika

Ötull, kraftmikill bílaréttari og sprautari

Almar Már Sverrisson

Harðduglegur bílaflutninga og viðgerðarmaður með skopskin skrítið

Örvar Elíasson

Örvar er færari en flestir, viðgerðir leika í höndunum á drengnum og er fátt undanskilið í því

Ari Þór Jónsson

Fullur af visku um bíla og fólk, reynslan á við marga í þessu fagi, snyrtimenni algert og fyrirmyndar drengur

Atli Birgir Benediktsson

Starfsmaður með skopskyn í lagi, lærlingur í málningu, iðinn áhugasamur ungur maður

Kolbeinn Hjaltason

Starfsmaður Bílabjörgunardeildar CAR-X

Afbragðs ökumaður með mikla útsjónatilburði

Ómar Óðinn Bjarkason

Sprautari á guðs vegum – Drottnari Sikkens bílalakksins og frumkvöðull í atgerfisfræðum

Valdimar Geir Jóhannsson
Bílaréttari

Liðtækur bifvélavirki og bílaréttingamaður með undirliggjandi gálgahúmor

Sigurður Kristinn Pálsson
Bílaréttari

Nákvæmur og tillitsamur með húmorinn í lagi. (Bílaréttingamaður á guðs vegum)

Sveinn S. Kristjánsson
Ræstitæknir og aðstoðarmaður

Ábyrgðarfullur og umhyggjusamur.

Sigurður Halldórsson
Bílamálari

Málari af guðsnáð með óralanga reynslu sem marga dreymir um.

Gísli
Pálsson
Bifvélavirki

Tæknilegur viskubrunnur

Guðbjörg Harpa Þorvaldsdóttir
Bókhaldari

Hjálpsöm og greiðagóður bókhaldari.

Sævar Ingi Sverrisson
Símadama

Umburðarlyndur, tillitsamur móttökustarfsmaður.

Bjarki
Sigurðsson
Bifvélavirki

Knár og liðugur í bílaviðgerðir með hjóla og sleðaviðgerðir að aðalstarfi.

Aftur upp
Aftur upp