Við á CAR-X rekum alhliða verkstæði sem fæst við tjónaskoðun á ökutækjum fyrir tryggingafélög, sprautun á hverju sem er, viðgerðum á bílum og jeppabreytingum. Við leggjum metnað okkar í góða þjónustu og vinnum eftir gæðakerfi Bílgreinasambandsins.
Við gerum eftirfarandi kröfur til sjálfra okkar um:
- Að framkvæma hágæða viðgerð fyrir sanngjarnt verð.
- Að nota eingöngu bestu fáanlegu varahluti frá viðurkenndum þjónustuaðilum.
- Að nýta til verksins bestu starfsmenn sem völ er á.
- Að ástandskoða notaða hluti sé þess óskað.
- Að sinna viðgerðum af ábyrgð af virðingu við viðskiptavin.
- Að kenna góða siði til að fyrirbyggja óþarfa slit.
- Að halda vel utan um alla pappíra, viðskiptavinum til heilla.
- Að láta vita tímanlega verði misbrestir á samkomulagi.
- Að umgangast ökutæki viðskiptavinar af ábyrgð.
- Að bæta að fullu upp tjón í umsjá CAR-X sem falla undir skilmála ábyrgðartryggingar CAR-X
Aðalmarkmið fyrirtækisins er að þjónusta viðskiptavininn vel og afgreiða mál þannig að allir fari sáttir frá borði. CAR-X hefur verið í góðu samstarfi við öll tryggingafélög landsins við að þjónusta skjólstæðinga þeirra eins hratt og kostur er. Enda er svo að megin hluti starfseminnar byggist á viðgerðum fyrir skjólstæðinga tryggingafélaganna.
Hjá CAR-X eru engin verk of lítil og engin of stór, við starfsmenn CAR-X einhendum okkur í verkið af hvaða tagi sem það er og reynum eftir fremsta megni að leysa það og lítum á hvert verk sem áskorun okkur og viðskiptavinum til heilla.