Starfsmannavefur

CAR-X

Við á CAR-X rekum alhliða verkstæði sem fæst við tjónaskoðun á ökutækjum fyrir tryggingafélög, sprautun á hverju sem er, viðgerðum á bílum og jeppabreytingum. Við leggjum metnað okkar í góða þjónustu og vinnum eftir gæðakerfi TMB Lupin gæðavottun.

Húsnæði Car-x Njarðarnesi 8, Akureyri

Við gerum eftirfarandi kröfur til sjálfra okkar um:

  • Að framkvæma hágæða viðgerð fyrir sanngjarnt verð.
  • Að nota eingöngu bestu fáanlegu varahluti frá viðurkenndum þjónustuaðilum.
  • Að nýta til verksins bestu starfsmenn sem völ er á.
  • Að ástandskoða notaða hluti sé þess óskað.
  • Að sinna viðgerðum af ábyrgð af virðingu við viðskiptavin.
  • Að kenna góða siði til að fyrirbyggja óþarfa slit.
  • Að halda vel utan um alla pappíra, viðskiptavinum til heilla.
  • Að láta vita tímanlega verði misbrestir á samkomulagi.
  • Að umgangast ökutæki viðskiptavinar af ábyrgð.
  • Að bæta að fullu upp tjón í umsjá CAR-X sem falla undir skilmála ábyrgðartryggingar CAR-X.

Aðalmarkmið fyrirtækisins er að þjónusta viðskiptavininn vel og afgreiða mál þannig að allir fari sáttir frá borði. CAR-X hefur verið í góðu samstarfi við öll tryggingafélög landsins við að þjónusta skjólstæðinga þeirra eins hratt og kostur er. Enda er svo að megin hluti starfseminnar byggist á viðgerðum fyrir skjólstæðinga tryggingafélaganna.

Hjá CAR-X eru engin verk of lítil og engin of stór, við starfsmenn CAR-X einhendum okkur í verkið af hvaða tagi sem það er og reynum eftir fremsta megni að leysa það og lítum á hvert verk sem áskorun okkur og viðskiptavinum til heilla.

Car-x vinnur samkvæmt viðukenndum reglum og lögum og er framúrskarandi í sínu sviði á norðurlandinu.

CABAS Tjónamatskerfi

TMB Lupin Gæðavottun

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra

SAGA FYRIRTÆKISINS

CAR-X ehf var stofnað 9. mars 2004. Að fyrirtækinu standa Sævar Sverrisson, Sigurður Halldórsson og Gísli Pálsson. CAR-X var stofnað af núverandi eigendum í kjölfar brottfalls kraftbíla úr réttinga og sprautugeiranum hér á Akureyri. Á upphafsárunum var starfsemin hýst í Draupnisgötu en var flutt í Njarðarnes 8 á haustdögum 2010 og er þar í dag. Fyrirtækið hefur vaxið hægt og hljótt á undanförnum 15 árum með auknum umsvifum í viðgerðum og tjónaþjónustu.

Í upphafi voru starfandi starfsmenn 5 talsins en eru nú 17. CAR-X er og hefur verið öll sín starfsár leiðandi í þjónustu við tjónþola, hafa önnur fyrirtæki í okkar geira gripið margt gott frá okkar ferlum sem sýnir að rétt hefur verið gert.

Car-x er framúrskarandi fyriritæki 2018

OPNUNARTÍMI:

mán. 8.00-17.00
fös. 8.00-16.00

HEIMILISFANG:

Njarðarnesi 8 og 10
601 Akureyri

Car-x ehf.
Sími: 462 4200
Netfang: car-x@car-x.is
kt. 490304-3390

Car-x ehf. © 2019

462 4200