Tjónaskoðun

Þegar þú lendir í tjóni þarftu að fá sanngjarnt og raunhæft mat á tjóninu áður en viðgerðir hefjast. Þar komum við að málum með hlutlausa og alhliða tjónaskoðun sem byggir á reynslu undanfarinna áratuga. Við þekkjum þau vandamál sem upp koma við árekstra og önnur tjón og vinnum með tryggingafélaginu þínu að úrlausn þinna mála.
Það er nógu mikið vesen að lenda í tjóni, láttu fagmenn um að meta tjónið svo þú sitjir ekki uppi með svartapétur eftir viðgerðir og sprautun.