12.03.2025
Öllum er velkomið að mæta í tjónaskoðun sem við getum unnið og pantað hluti í þegar samþykki tryggingafélaga liggur fyrir en við getum frá og með mars ekki lofað viðgerð á bíl fyrr en síðla sumars eða á haustdögum 2025
19.02.2025
Ekki bíða með að láta laga stjörnu í rúðu sé það hægt, það er dýrt fyrir alla að láta rúðuna verða ónýta.. Aðeins á þessum 50 dögum sem eru liðnir af nýju ári erum við búin með yfir 100 rúðumál, ýmist skipti eða viðgerðir og þetta virðist vera að aukast vegna lélegra vega um land allt, nokkur dæmi eru um að menn komist varla eina ferð á höfuðborgarsvæðið með nýja rúðu öðruvísi en hún skemmist mikið eða verði ónýt.
30.01.2025
Að hafa rétta stefnu á hjólum er eitt mikilvægasta atrið við akstur, það sparar gúmmí sem er dýrt, það sparar eldsneyti, það eykur ánægju við akstur.. Hafa ber í huga að dekkin eru eina tenging bíls við yfirborð vegar og því þörf á að halda munstri þeirra í eins góðu lagi og hægt er.
Við að hjólastilla reglulega verður verkefnið ódýrara en þegar langt líður á milli, lendum oft í að allir stilliboltar eru fastir í fóðringum vegna þess að þeir eru aldrei hreyfðir, þetta eykur mjög á kostnað við að hjólastilla þegar það þarf virkilega ( ráðlagt að stilla ca. 2-3 ára fresti )
30.01.2025
Nú er tíminn til að huga að framrúðuskiptum til að þurfa ekki að fara aftarlega í röðina þegar sól hækkar á lofti, auk þess skynsamlegt að gera við stjörnur sé það hægt áður en rúða springur.
Erum í samstarfi við tryggingafélög landsins og erum bæði við og þau á því að laga stjörnur sé það hægt, það er fyrir alla hagkvæmt, eiganda ökutækja, tryggingafélög, okkur á CAR-X og þjóðfélagið allt.
24.06.2024
Vegna margra tjóna og tjónaskoðana undanfarinn vetur erum við með rúmlega fullt hús alla daga og er því biðbíminn fyrir viðgerð orðinn lengri en við mundum kjósa, skipast það sumpart af einstaklega löngum og óútreiknanlegum afhendingartíma varahluta en við erum að vinna mál sem pantað var í fyrri hluta vetrar samhliða nýrri málum.
01.05.2024
Frá og með fyrsta Maí 2024 tekur sú breyting í gildi hjá CAR-X að við sinnum aðeins almennum bílaviðgerðum á þeim vörumerkjum sem við erum með þjónustu fyrir og eru þau Volvo, Polestar, Ford, Jeep, Ram, Fiat og Alfa Romeo.. Áfram munum við þó sinna hjólastillingum á öllum tegundum sem við ráðum við og verður aðeins stilling í boði en ekki viðgerðir því tengt að öðru leiti en stýrisendaskipti tökum við að okkur og punktur við það.
12.04.2024
Nú langar okkur að bæta við einum sér í lagi öflugum starfskrafti
01.01.2024
Árið 2023 var töluvert að gera hjá CAR-X og Bílabjörgun, reyndar meira en nokkurtíman áður í sögu fyrirtækisins. Það er gott að hafa mikið að gera en ekki endilega gott að hafa of mikið að gera.
27.12.2023
Nú nýtt ár hefst með nýjum áskorunum lífsins