Nú í haust og vetur hefur gengið verr en nokkrum sinnum að fá varahluti vegna tjónaviðgerða, er þetta að mestu leiti skrifað á Covid þar sem framleiðsla hefur legið niðri eða stoppað af hinum ýmsu íhlutum til framleiðslu, við verðum mikið vör við að það vantar hluta í sendingar sem koma og oftar en ekki tekur marga mánuði að fá allt sem pantað er, þetta virðist ekki vera tengt einu vörumerki frekar en öðrum..
Sama á við orðið um notaða hluti sem fengnir eru í sumum tilfellum í eldri bíla, það er orðin verulegur skortur þar sem allt er að vera uppselt, bæði hér á Íslandi og erlendis.