19.02.2025
Ekki bíða með að láta laga stjörnu í rúðu sé það hægt, það er dýrt fyrir alla að láta rúðuna verða ónýta.. Aðeins á þessum 50 dögum sem eru liðnir af nýju ári erum við búin með yfir 100 rúðumál, ýmist skipti eða viðgerðir og þetta virðist vera að aukast vegna lélegra vega um land allt, nokkur dæmi eru um að menn komist varla eina ferð á höfuðborgarsvæðið með nýja rúðu öðruvísi en hún skemmist mikið eða verði ónýt.
30.01.2025
Að hafa rétta stefnu á hjólum er eitt mikilvægasta atrið við akstur, það sparar gúmmí sem er dýrt, það sparar eldsneyti, það eykur ánægju við akstur.. Hafa ber í huga að dekkin eru eina tenging bíls við yfirborð vegar og því þörf á að halda munstri þeirra í eins góðu lagi og hægt er.
Við að hjólastilla reglulega verður verkefnið ódýrara en þegar langt líður á milli, lendum oft í að allir stilliboltar eru fastir í fóðringum vegna þess að þeir eru aldrei hreyfðir, þetta eykur mjög á kostnað við að hjólastilla þegar það þarf virkilega ( ráðlagt að stilla ca. 2-3 ára fresti )
30.01.2025
Nú er tíminn til að huga að framrúðuskiptum til að þurfa ekki að fara aftarlega í röðina þegar sól hækkar á lofti, auk þess skynsamlegt að gera við stjörnur sé það hægt áður en rúða springur.
Erum í samstarfi við tryggingafélög landsins og erum bæði við og þau á því að laga stjörnur sé það hægt, það er fyrir alla hagkvæmt, eiganda ökutækja, tryggingafélög, okkur á CAR-X og þjóðfélagið allt.